Innlent

Sakaðir um samráð um framsetningu drykkjarvara í verslunum

Gos.
Gos.
Vífilfell fékk bréf síðdegis frá Samkeppniseftirlitinu þar sem þeir voru upplýstir um að húsleit sem var gerð í fyrirtækinu í morgun hefði verið vegna gruns um ólöglegt samráð sem m.a. fellst í uppröðun og framsetningu drykkjarvara í kælum og hillum verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli.

Svo segir í yfirlýsingu Vífilfells: „Vegna þessa vill Vífilfell taka fram að verslanir ráðstafa hillu- og kælirými sínu í réttu hlutfalli við sölu hverrar drykkjartegundar. Reglan er sú að sölutölur verslana, en ekki  framleiðendur, ákvarða hversu mikið hillurými framleiðendur fá fyrir hverja vörutegund.

Stjórnendur Vífilfells munu ekki tjá sig frekar um málið meðan það er í rannsókn en vinna með Samkeppniseftirlitinu og veita allar upplýsingar sem eftirlitið kann að leita eftir í málinu.“


Tengdar fréttir

Grunur um samráð gosdrykkjaframleiðenda

Grunur um samráð keppinauta leiddi til þess að Samkeppniseftirlitið framvæmdi í dag húsleit hjá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirltiinu.

Húsleit hjá Ölgerðinni og Vífilfelli

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins fóru á skrifstofur Ölgerðarinnar í morgun og framvísuðu heimild til þess að leggja hald á gögn hjá fyrirtækinu. Samkvæmt frétt á vef Ölgerðarinnar tók heimsókn eftirlitsins skamman tíma og ekkert var látið uppi um ástæður hennar. Stjórnendur Ölgerðarinnar hafa því engar upplýsingar um það, að hverju rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×