Innlent

1090 jarðskjálftar á Íslandi í mars

Jarðskjálftar í marsmánuði. Mynd frá Veðurstofu Íslands, vedur.is
Jarðskjálftar í marsmánuði. Mynd frá Veðurstofu Íslands, vedur.is
Alls mældust 1090 jarðskjálftar undir landinu og á hafsvæðinu í kring um Ísland í marsmánuði. Stærstu skjálftarnir urðu norður á Kolbeinseyjarhrygg, sá stærsti náði stærð Ml 4. Stærsti skjálftinn á landinu mældist af stærð 3,5 við Kleifarvatn.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands

Þar kemur einnig fram að á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg mældust 460 skálftar, þar af voru 444 skjálftar við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í mánuðinum varð jafnframt á þessu svæði, en hann mældist 2. mars og var af stærðinni Ml 3,5 og varð hann rétt við Krýsuvíkurskóla. Mest var virknin í upphafi mánaðarins, en skjálftahrina á þessu svæði hófst 25. febrúar.

Í febrúarmánuði voru hátt í 2000 skjálftar voru staðsettir undir landinu og á hafsvæðinu í kring um Ísland. Mest var virknin við Krýsuvík og mældust nokkrir skjálftar sem voru um og yfir fjögur stig.

Í janúarmánuði voru skjálftarnir 1040.

Nánar má lesa um skjálftana á vef Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×