Innlent

Fjármálaráðherra Hollands er skrítinn

Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í morgun.
Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaráðherra Hollands væri skrítinn.

Ólafur Ragnar sagði að það væri athyglisvert á þegar líða fór á síðustu viku hafi umræðan erlendis, um það að Bretar og Hollendingar fengju ekkert borgað upp í Icesave-kröfurnar, alveg hætt. Umræðan hafi meira farið að snúast um vextina sem fylgja kröfunum.

Þetta hafi gerst eftir að hann veitti fréttastofunni Bloomberg viðtal en þar var Ólafur nokkuð hvass, að eigin sögn.

„Og meira að segja þessi skrítni fjármálaráðherra Hollands, hann hætti að tala um það. Og allt þetta fólk í fjármálaráðuneytum, í fjármála- og viðskiptalífi, það hlustar á Bloomberg og það var ekki hægt að fá betri hátalara til að koma þessu á framfæri, enda held ég að ég hafi sagt það sjö sinnum í viðtalinu," sagði Ólafur Ragnar.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf Ragnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×