Handbolti

Stefán aðeins sá þriðji sem vinnur tvær úrslitakeppnir í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fagnar í leikslok í gær.
Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fagnar í leikslok í gær. Mynd/Daníel
Stefán Arnarson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, komst í hóp með þeim Theódóri Guðfinnssyni og Aðalsteini Jónssyni í gær þegar hann gerði Valsliðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð. Valur tryggði sér titilinn með sigri á Fram í vítakeppni í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni.

Þetta eru nú einu þjálfararnir í sögu úrslitakeppni kvenna sem hafa unnið tvær úrslitakeppnir í röð en fyrsta úrslitakeppnin fór fram árið 1992 og á árunum 2006 til 2008 fór engin úrslitakeppni fram.

Theódór Guðfinnsson gerði Víkinga að Íslandsmeisturum 1993 og 1994 en árið á undan hafði Gústaf Adolf Björnsson stýrt Víkingsstelpum til sigurs í fyrstu úrslitakeppninni. Víkingur vann Stjörnuna í úrslitum öll þessi þrjú ár.

Aðalsteinn Jónsson gerði Stjörnukonur að Íslandsmeisturum 1998 og 1999, 1998 vann Stjörnuliðið sigur á Haukum í oddaleik en árið eftir vann liðið FH 3-0 í lokaúrslitunum.

Það voru því liðin tólf ár í gær frá því að þjálfari vann tvær úrslitakeppnir í röð í kvennahandboltanum. Valur hefur unnið Fram bæði þess ár, vann 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu í fyrra og 3-0 sigur í ár.

Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum tvö ár í röð, 2007-2008, en bæði þessi tímabil var engin úrslitakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×