Handbolti

Fram átti tvo markahæstu leikmennina í úrslitaeinvíginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðardóttir skoraði 7,7 mörk að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu.
Stella Sigurðardóttir skoraði 7,7 mörk að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu. Mynd/Vilhelm
Valskomur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta í gærkvöldi með því að vinna þriðja leikinn í röð á móti bikarmeisturum Fram. Leikurinn sem var frábær skemmtun og líkalega sá besti sem hefur farið fram í kvennahandbolta á Íslandi fór alla leið í vítakeppni eftir að það var búið að framlengja tvisvar.

Framkonur tókst ekki að vinna leik í úrslitaeinvíginu en áttu engu að síður tvo markahæstu leikmenn einvígisins, þær Stellu Sigurðardóttur og Karenu Knútsdóttur. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst Valsliðsins í leikjunum þremur en hún skoraði einu marki meira en fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir sem skoraði 11 af 18 mörkum sínum í einvíginu í leiknum í gær.

Markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir hjá Val gerði þó líklega gæfumuninn í einvíginu því hún varði alls 66 skot í leikjunum þremur eða 22,0 skot að meðaltali í leik. Íris Björk Símonardóttir varði 51 skot eða 17,0 að meðaltali í leik og stóð því vel fyrir sínu.





Flest mörk í úrslitaeinvígi Vals og Fram 2011:1. Stella Sigurðardóttir, Fram 23 (7,7 mörk í leik)

2. Karen Knútsdóttir, Fram 20 (6,7)

3. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 19 (6,3)

4. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 18 (6,0)

5. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Val 11 (3,7)

6. Birna Berg Haraldsdóttir, Fram 9 (3,0)

7. Kristín Guðmundsdóttir, Val 7 (2,3)

8. Rebekka Rut Skúladóttir, Val 6 (2,0)

8. Íris Ásta Pétursdóttir, Val 6 (2,0)

10. Anett Köbli, Val  5 (1,7)

10. Pavla Nevarilova, Fram 5 (1,7)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×