Herra forseti, Davíð Oddsson Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2011 00:00 Við Íslendingar höfum kannski takmarkaðan aðgang að erlendum lánamörkuðum, virðingu matsfyrirtækja eða trúverðugleika á aljóðavettvangi; en af orðum forsetans að dæma í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave búum við yfir mun verðmætari auðlind: Lofti. Nú skal hóa aftur saman klappliðinu sem verið hefur í fríi frá hruni og minna umheiminn á hvað við erum æðisleg. Öllu skal tjaldað til, frá „menntun“ og „menningu“ landsins að „legu“ þess. Þagga verður niður í leiðindapúkunum og skulu skoðanaskipti víkja fyrir „samstöðu“ og „einum rómi“. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru skammaðir eins og óstýrilát börn fyrir að „tala íslenskt atvinnulíf niður“. Forsendur málsins skipta ekki máli. Yfir Icesave hindrunina skulum við svífa á uppblásnu þjóðaregói þar sem forsetinn er á blöðrupumpunni eins og trúður í barnaafmæli. Þetta hljómaði kannski sem ágætishugmynd ef ekki væri fyrir þær sakir að við höfum reynt þetta áður með niðurstöðu sem flestir þekkja sem Icesave. Það síðasta sem ekki mátti „tala niður“ var nefnilega íslenska bankaundrið. Og þá var forsetinn einmitt líka á pumpunni. Ólafur Ragnar Grímsson er þekktur fyrir að endurskilgreina forsetaembættið eins og kamelljón skiptir um lit. En með því að hafa í þrígang í forsetatíð sinni gripið fram fyrir hendur þingmeirihluta og synjað lögum staðfestingar hefur hann gert embætti sem áður var að mestu upp á punt að hápólitískri stöðu. Þeir sem kusu til forseta eftir því hvaða frambjóðandi var bestur í að veifa þurfa því að hugsa kosningastrategíu sína upp á nýtt. Á sama tíma og við Íslendingar glímum við hlutverk forsetans hefur sprottið upp sjaldheyrð umræða í Bretlandi um hvort koma eigi á fót forsetaembætti þar í landi. Takmarkaður áhugi Breta á brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og unnustu hans hefur reynst vatn á myllu lýðveldissinna sem vilja konungsfjölskylduna burt og forseta í staðinn. Ein eru þó þau rök sem eru lýðveldissinnum slíkur fjötur um fót að með fjórum orðum er tillaga þeirra afskrifuð: „President Thatcher, president Blair“. Einhverjum kann að hrjósa hugur við orðunum „herra forseti, Davíð Oddsson“. Festist í sessi sú stefna sem Ólafur Ragnar hefur markað forsetaembættinu í tíð sinni er hins vegar hætta á að ekki líði á löngu uns embættið verði að síðasta pólitíska áningarstað útbrunninna pólitíkusa; síðasta tækifæri þeirra til að halda í áhrif. Hvort sem við Íslendingar viljum forseta sem er góður í að veifa eða forseta sem hefur eitthvað um stjórn og stefnu landsins að segja er þó eitt víst: hlutverkið á ekki að vera ákvarðað af embættismanninum sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Við Íslendingar höfum kannski takmarkaðan aðgang að erlendum lánamörkuðum, virðingu matsfyrirtækja eða trúverðugleika á aljóðavettvangi; en af orðum forsetans að dæma í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave búum við yfir mun verðmætari auðlind: Lofti. Nú skal hóa aftur saman klappliðinu sem verið hefur í fríi frá hruni og minna umheiminn á hvað við erum æðisleg. Öllu skal tjaldað til, frá „menntun“ og „menningu“ landsins að „legu“ þess. Þagga verður niður í leiðindapúkunum og skulu skoðanaskipti víkja fyrir „samstöðu“ og „einum rómi“. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru skammaðir eins og óstýrilát börn fyrir að „tala íslenskt atvinnulíf niður“. Forsendur málsins skipta ekki máli. Yfir Icesave hindrunina skulum við svífa á uppblásnu þjóðaregói þar sem forsetinn er á blöðrupumpunni eins og trúður í barnaafmæli. Þetta hljómaði kannski sem ágætishugmynd ef ekki væri fyrir þær sakir að við höfum reynt þetta áður með niðurstöðu sem flestir þekkja sem Icesave. Það síðasta sem ekki mátti „tala niður“ var nefnilega íslenska bankaundrið. Og þá var forsetinn einmitt líka á pumpunni. Ólafur Ragnar Grímsson er þekktur fyrir að endurskilgreina forsetaembættið eins og kamelljón skiptir um lit. En með því að hafa í þrígang í forsetatíð sinni gripið fram fyrir hendur þingmeirihluta og synjað lögum staðfestingar hefur hann gert embætti sem áður var að mestu upp á punt að hápólitískri stöðu. Þeir sem kusu til forseta eftir því hvaða frambjóðandi var bestur í að veifa þurfa því að hugsa kosningastrategíu sína upp á nýtt. Á sama tíma og við Íslendingar glímum við hlutverk forsetans hefur sprottið upp sjaldheyrð umræða í Bretlandi um hvort koma eigi á fót forsetaembætti þar í landi. Takmarkaður áhugi Breta á brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og unnustu hans hefur reynst vatn á myllu lýðveldissinna sem vilja konungsfjölskylduna burt og forseta í staðinn. Ein eru þó þau rök sem eru lýðveldissinnum slíkur fjötur um fót að með fjórum orðum er tillaga þeirra afskrifuð: „President Thatcher, president Blair“. Einhverjum kann að hrjósa hugur við orðunum „herra forseti, Davíð Oddsson“. Festist í sessi sú stefna sem Ólafur Ragnar hefur markað forsetaembættinu í tíð sinni er hins vegar hætta á að ekki líði á löngu uns embættið verði að síðasta pólitíska áningarstað útbrunninna pólitíkusa; síðasta tækifæri þeirra til að halda í áhrif. Hvort sem við Íslendingar viljum forseta sem er góður í að veifa eða forseta sem hefur eitthvað um stjórn og stefnu landsins að segja er þó eitt víst: hlutverkið á ekki að vera ákvarðað af embættismanninum sjálfum.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun