Innlent

Elding lýsti upp Reykjavík

Elding. Athugið að myndin er úr safn.
Elding. Athugið að myndin er úr safn.
Þremur eldingum sló niður austur af höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun með viðeigandi þrumum á eftir. Eldingarnar voru meðal annars vel sjáanlegar í Reykjavík.

Um svipað leiti urðu margar eldingar í Öræfasveit, suður af Vatnajökli. Búast má við eldingum í éljaviðri eins og nú ríkir.

Fleiri hundruð manns gistu í Hrútafirðinum í nótt, í Hótel Staðarflöt, Reykjaskóla, Sæbergi og á Borðeyri.

Auk þess hafðist fjöldi manns við í Staðarskála, en Holtavörðuheiðin, Öxnadalsheiðin og Brattabrekka lokuðust vegna veðurofsa.

Fólk var farið að tínast af stað undir morgun. Um tíma hafðist líka fjöldi fólks við í Borgarnesi þar sem Borgarfjaðrarbrú var lokað vegna sjógangs.

Röskun varð á millilandaflugi eftir að um það bil þúsund manns urðu að bíða í nokkrar klukkustundir um borð í vélum sínum á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.

Allt innanlandsflug stöðvaðist. Skip og bátar leituðu vars eða sigldu í land undan óveðrinu og er ekki vitað um óhöpp til sjós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×