Handbolti

Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur.

„Það sem felldi okkur í þessum leik er að við erum að skjóta skelfilega illa á markið. Lykilleikmenn í liðinu þurfa heldur betur að hysja upp um sig buxurnar og taka þátt í þessu einvígi".

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, varði heil 28 skot frá Framstelpunum í dag og þær virtust ekki eiga neinn svör.

„Við gerðum henni virkilega auðvelt fyrir, en mínir leikmenn eru greinilega bara svona einfaldir".

„Ég aftur á móti fulla trú á þessum stelpum og við eigum eftir að koma til baka," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir ósigurinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×