Handbolti

Valur kominn í 2-0 gegn Fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel mynd/daníel
Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0.

Fyrri hálfleikur var afar sérstakur enda aðeins 15 mörk skoruð. Staðan 6-9 fyrir Val. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var mögnuð í marki Vals og varði nánast allt sem á markið kom.

Hún hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og varði hátt í 30 skot. Þrátt fyrir það kom Fram til baka og minnkaði muninn í eitt mark, 19-20, þegar skammt var til leiksloka.

Fram fékk tvö opin færi til þess að jafna undir lokin. Fyrst varði Jenný og svo skutu Framstúlkur í stöng. Klaufaskapur.

Valur hélt boltanum út leiktímann og fagnaði ógurlega sætum sigri.

Fram - Valur 19-20 (6-9)Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Anett Köbli 2, Kristín Guðmundsdóttir 2.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 28.

Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Karen Knútsdóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1,

Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×