Erlent

Termítar átu milljónir á Indlandi

Frá Indlandi. Myndin er úr safni.
Frá Indlandi. Myndin er úr safni.
Starfsfólk indversks banka hefur verið sakað um að bera ábyrgð á að termítar átu sig í gegnum milljónir rúbía. í Almenningur þarf ekki að borga tapið.

Svo virðist sem kjöraðstæður hafi myndast fyrir termítana í peningaskáp í indverskum banka í Uttar Pradesh héraðinu á Indlandi. Termítarnir átu sig í gegnum 10 milljónir rúpía, eða 25 milljónir króna, á nokkrum mánuðum.

Svo virðist sem þetta sérkennilega vandamál sé ekki einstætt á Indlandi en árið 2008 gerðist svipað atvik. Starfsfólk bankans nú er sakað um að hafa ekki hirt nógu vel um peningageymsluna þar sem peningarnir voru geymdir en hana þarf að þrífa að minnsta kosti á tveggja mánaða fresti.

Samkvæmt fréttum The India Time þá hefur útibústjóri bankans verið fundinn sekur en ekki kemur fram hver refsing hans er. Forstjóri bankans segir í viðtali að almenningur muni ekki tapa krónu á mistökum starfsmannanna. Til allra lukku þá sluppu auðkennisnúmer flestra seðlanna, sem þýðir að það sé hægt að endurnýja þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×