Harris orðin frambjóðandi demókrata og kynnir varaforsetaefni sitt Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 07:49 Aldrei áður hefur þeldökk kona verið frambjóðandi annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum til forseta. Hér sést Kamala Harris veifa til stuðningsmanna sinna á kosningafundi í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. AP/John Bazemore Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tryggði sér formlega útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni hans í gær. Hún hyggst kynna varaforsetaefni sitt á kosningafundi í Pennsylvaníu í dag. Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Sjá meira
Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15
„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01