Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Erlent 1.3.2025 00:11 Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Úkraínu og Vólódímír Selenskí forseta eftir fund hans með Bandaríkjaforseta og varaforseta. Erlent 28.2.2025 23:21 Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Fréttastofa grænlenska ríkisútvarpsins sneri aftur til starfa síðdegis í dag eftir tæplega tveggja daga verkfall. Kosningar fara fram í Grænlandi ellefta mars næstkomandi. Helmingur allra blaðamanna landsins vinna við fréttadeild ríkisútvaprsins. Erlent 28.2.2025 20:30 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. Erlent 28.2.2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Erlent 28.2.2025 18:55 Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. Erlent 28.2.2025 13:28 Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Erlent 28.2.2025 11:15 Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Erlent 28.2.2025 08:52 Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Erlent 28.2.2025 06:59 „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Erlent 27.2.2025 23:00 Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Erlent 27.2.2025 19:00 Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Erlent 27.2.2025 17:31 Öcalan vill leysa upp PKK Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár. Erlent 27.2.2025 14:55 Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 27.2.2025 10:10 Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. Erlent 27.2.2025 07:52 Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Hamas samtökin á Gasa afhentu Ísraelum í nótt lík fjögurra gísla sem teknir voru höndum í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Erlent 27.2.2025 07:30 Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Samkvæmt minnisblaði sem dagsett er í gær hafa stjórnvöld vestanhafs gefið varnarmálaráðuneytinu 30 daga til að útbúa lista yfir trans einstaklinga innan hersins og aðra 30 daga til að láta þá fara. Erlent 27.2.2025 07:01 Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld. Erlent 26.2.2025 23:03 „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar. Erlent 26.2.2025 23:02 Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Erlent 26.2.2025 21:01 Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Myndskeiði sem búið var til með aðstoð gervigreindar og sýnir ákveðna framtíðarsýn fyrir Gasa, hefur verið deilt á samfélagsmiðlaaðgöngum Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 26.2.2025 12:23 Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. Erlent 26.2.2025 11:21 Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska. Erlent 26.2.2025 10:22 Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Fleiri en 50 hafa látist af völdum óþekktra veikinda í norðvesturhluta Austur-Kongó. Veikindanna varð fyrst vart hjá þremur börnum sem höfðu borðað dauða leðurblöku. Erlent 26.2.2025 07:54 Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Erlent 25.2.2025 21:56 Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. Erlent 25.2.2025 19:40 Litlu mátti muna á flugbrautinni Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum. Erlent 25.2.2025 18:53 Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. Erlent 25.2.2025 18:07 Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Erlent 25.2.2025 12:30 Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Erlent 25.2.2025 10:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Erlent 1.3.2025 00:11
Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Úkraínu og Vólódímír Selenskí forseta eftir fund hans með Bandaríkjaforseta og varaforseta. Erlent 28.2.2025 23:21
Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Fréttastofa grænlenska ríkisútvarpsins sneri aftur til starfa síðdegis í dag eftir tæplega tveggja daga verkfall. Kosningar fara fram í Grænlandi ellefta mars næstkomandi. Helmingur allra blaðamanna landsins vinna við fréttadeild ríkisútvaprsins. Erlent 28.2.2025 20:30
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. Erlent 28.2.2025 19:52
Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Erlent 28.2.2025 18:55
Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. Erlent 28.2.2025 13:28
Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Erlent 28.2.2025 11:15
Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Erlent 28.2.2025 08:52
Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Erlent 28.2.2025 06:59
„Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Erlent 27.2.2025 23:00
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Erlent 27.2.2025 19:00
Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Erlent 27.2.2025 17:31
Öcalan vill leysa upp PKK Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár. Erlent 27.2.2025 14:55
Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 27.2.2025 10:10
Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. Erlent 27.2.2025 07:52
Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Hamas samtökin á Gasa afhentu Ísraelum í nótt lík fjögurra gísla sem teknir voru höndum í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Erlent 27.2.2025 07:30
Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Samkvæmt minnisblaði sem dagsett er í gær hafa stjórnvöld vestanhafs gefið varnarmálaráðuneytinu 30 daga til að útbúa lista yfir trans einstaklinga innan hersins og aðra 30 daga til að láta þá fara. Erlent 27.2.2025 07:01
Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld. Erlent 26.2.2025 23:03
„En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar. Erlent 26.2.2025 23:02
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Erlent 26.2.2025 21:01
Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Myndskeiði sem búið var til með aðstoð gervigreindar og sýnir ákveðna framtíðarsýn fyrir Gasa, hefur verið deilt á samfélagsmiðlaaðgöngum Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 26.2.2025 12:23
Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. Erlent 26.2.2025 11:21
Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska. Erlent 26.2.2025 10:22
Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Fleiri en 50 hafa látist af völdum óþekktra veikinda í norðvesturhluta Austur-Kongó. Veikindanna varð fyrst vart hjá þremur börnum sem höfðu borðað dauða leðurblöku. Erlent 26.2.2025 07:54
Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Erlent 25.2.2025 21:56
Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. Erlent 25.2.2025 19:40
Litlu mátti muna á flugbrautinni Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum. Erlent 25.2.2025 18:53
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. Erlent 25.2.2025 18:07
Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Erlent 25.2.2025 12:30
Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Erlent 25.2.2025 10:42