Erlent

Önnur skipalest til Gaza strandarinnar

Óli Tynes skrifar
Tyrkir berja og stinga ísraelskan hermann í átökunum á síðasta ári.
Tyrkir berja og stinga ísraelskan hermann í átökunum á síðasta ári. Mynd/Tyrkneskt dagblað
Stuðningsmenn palestínumanna á Gaza ströndinni ætla að senda fimmtán skipa lest til strandarinnar í næsta mánuði til að reyna að rjúfa hafnbann Ísraela. Talsmaður félags múslima í Tyrklandi segir að tuttugu og tvö samtök muni taka þátt í þessu. Búist er við að 1500 manns verði um borð í skipunum.

 

Níu manns féllu um borð í tyrknesku skipi á síðasta ári þegar reynt var að rjúfa hafnbannið. Ísraelskir hermenn réðust um borð og í átökunum sem fylgdu voru níu Tyrkir skotnir til bana. Nokkrir hermannanna voru særðir eftir hnífsstungur og barefli. Yfirvöld í Ísrael segja að eini tilgangur manna með því að reyna að rjúfa hafnbannið sé að efna til átaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×