Erlent

20 börn í Guantanamó

Frá Guantanamó búðunum.
Frá Guantanamó búðunum.
Meðal þeirra hundrað og fimmtíu manna sem sátu saklausir í hinu alræmda Guantanamó fangelsi á Kúbu voru 20 börn samkvæmt leyniskjölum Wikileaks.

Alls voru 150 saklausir menn í Guantanamó fangelsinu á Kúbu samkvæmt leyniskjölum Wikileaks og bresk dagblöð hafa greint frá.

Svo virðist sem saklausir Afganir hafi ekki þurft að vera mjög grunsamlegir til þess að vera handteknir. Einn þeirra var meðal annars handtekinn vegna þess að bandarískum hermanni þótti nafnið hans líkt því sem hann hafði heyrt í talstöð nokkru áður. Í ljós kom að þó nöfnin voru lík, þá var ekki um sama nafn að ræða.

Elsti fanginn sem reyndist saklaus var 89 ára gamall. Sá yngsti var hinn fjórtán ára gamli Naqib Ullah. Honum hafði verið rænt af Talibönum, hópnauðgað af ellefu mönnum og látinn starfa fyrir Talibana í stríðinu árið 2001.

Naqip sat saklaus í Guantanamó í þrjú ár en hann var handtekinn í Afganistan tveimur mánuðum eftir innrás Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×