Erlent

550 hand­teknir í tengslum við ó­lög­legan klámhring á Taí­van

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áskrifendur klámhringsins eru taldir hafa verið í kringum 5.000 talsins.
Áskrifendur klámhringsins eru taldir hafa verið í kringum 5.000 talsins. Getty

Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa ráðist gegn stærsta ólöglega klámhring sem vitað er um í landinu. Um 550 manns voru handteknir í tengslum við málið, sem varðar deilingar á barnaníðsefni og myndskeiðum af konum sem voru tekin án samþykkis þeirra.

Handteknu verða meðal annars ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi og peningaþvætti.

Meðal þeirra voru yfirmenn, einstaklingar sem höfðu það hlutverk að klippa myndefnið og um 180 áskrifendur, sem greiddu fyrir myndir og myndskeið með rafmyntum.

Maður að nafni Chang er meðal þeirra sem nú sitja í fangelsi en hann er grunaður um að hafa stýrt glæpahringnum, Chuangyi Sifang. Eigandi starfseminnar er hins vegar talinn dvelja í Kína.

Áskrifendur eru taldir hafa verið allt að 5.000 talsins.

Lagt var hald á fjölda tækja og jafnvirði 4,2 milljóna króna í reiðufé.

Svo virðist sem hringurinn hafi haldið úti tveimur vefsíðum og tveimur rásum á Telegram. Meðal efnis sem deilt var á síðunum var barnaníðsefni og þá var einnig mikið um mynskeið sem höfðu verið tekin með földum myndavélum á almenningssalernum.

Búið er að bera kennsl á um hundrað þolendur.

Það var ekki fyrr en árið 2023 sem það var gert ólöglegt í Taívan að hafa barnaníðsefni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×