Erlent

Dingó-hundar meiddu barn í Ástralíu

Dingóinn er afar hættulegur og vílar ekki fyrir sér að ráðast á börn.
Dingóinn er afar hættulegur og vílar ekki fyrir sér að ráðast á börn.
Stjórnvöld í Queensland í Ástralíu ætla að lóga tveimur Dingó-hundum sem réðust á þriggja ára stúlkubarn á strönd á Fraser eyju í gær.

Áströlsku villihundarnir, sem eru afar grimmir, sneru stúlkuna niður og bitu hana eftir að hún ráfaði í burtu frá foreldrum sínum. Hún fékk djúp bitsár en er nú á batavegi.

Málið hefur vakið heimsathygli, ekki síst vegna sakamáls yfir Lindy Chamberlain, sem sá tvo dingóhunda draga dóttur sína í burtu árið 1980.

Hún var ákærð fyrir að myrða dóttur sína en var sýknuð. Um 200 Dingó hundar búa á þeim slóðum sem börnin dóu.



Athugasemd frá ritstjórn klukkan 13.30: Fyrr í dag stóð í þessarri frétt að stúlkan hefði látist. Nýjustu fregnir frá Ástralíu herma að svo sé ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×