Erlent

Jimmy Carter kominn til Norður-Kóreu

Kim Jong-Il.
Kim Jong-Il.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Norður-Kóreu í dag ásamt föruneyti til þess að hefja samningaviðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un.

Með Jimmy Carter eru meðal annars fyrrverandi forseti Finnlands og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.

Tilgangur fararinnar er sá að ræða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu auk alvarlegs matarskorts þar í landi. Talið er að um tvær og hálf milljón manna séu að svelta til bana í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×