Erlent

Ítalir taka þátt í hernaði gegn Líbíu

Ítalir hafa samþykkt að taka þátt í hernaðinum í Líbíu. Það var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu sem tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta þetta í gær.

Ítalir munu því koma Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum til aðstoðar í hernaði NATO í Líbíu.

Bandalagsþjóðirnar hafa lengi reynt að fá fleiri þjóðir til aðstoðar við að viðhalda flugbanni yfir landinu. Þess má geta að Líbía var áður Ítölsk nýlenda en samband á milli þjóðanna var nokkuð gott fyrir uppreisnina í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×