Erlent

Stjórnarandstæðingar sniðganga kosningar

Deby hefur verið við völd í rúm 20 ár.
Deby hefur verið við völd í rúm 20 ár. Mynd/ap
Helstu stjórnarandstæðingar í Chad hyggjast sniðganga forsetakosningar sem nú standa yfir þar í landi sökum þess að kröfum þeirra um umbætur á kosninakerfinu hefur ekki verið mætt. Óttast er að þetta muni hafa neikvæð áhrif á kosningaþátttöku í landinu.

Kröfurnar sem stjórnarandstæðingar gerðu til framkvæmda kosninganna voru meðal annars þær að kjörseðlar yrðu endurprentaðir eftir að í ljós kom að þeir seðlar sem nota átti í kosningunum fundust til sölu á aðalmarkaði höfuðborgarinnar N'Djamena.

Búist er við því að sitjandi forseti, Idriss Deby, verði endurkjörinn og hefji þá sitt fjórða kjörtímabil í forsetastólnum en hann gerði sér það kleift með stjórnarskrárbreytingu árið 2004 að gegna forsetaembættinu lengur en tvö kjörtímabil. Deby hefur tekist á við tvær tilraunir til valdaráns frá síðustu kosningum en andrúmsloftið er talið hafa róast eftir að forsetinn hóf að beita sér fyrir bættum samskiptum við Súdan, þar sem uppreisnarmennirnir áttu bækistöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×