Erlent

Skipuleggjandi samveldisleikanna grunaður um spillingu

Suresh Kalmandi.
Suresh Kalmandi. MYND/AP
Skipuleggjandi Samveldisleikanna 2010 sem haldnir voru á Indlandi hefur verið handtekinn, grunaður um spillingu. Suresh Kalmandi var vikið úr embætti í janúar á þessu ári og segir lögreglan að hann verði ákærður fyrir spillingu þegar hann úthlutaði verkefnum í tengslum við leikana.

Kalmandi neitar ásökununum staðfastlega. Strax í aðdraganda leikanna komu fram ásakanir um spillingu og lélega skipulagningu og nú hefur komið í ljós að sögn yfirvalda grunur um að Kalmandi hafi lagt á ráðin um að útvega svissneskum úraframleiðenda samning um að sjá um stigatöflur leikanna gegn greiðslu. Hann gæti átt margra ára fangelsi yfir höfði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×