Björk Guðmundsdóttir ætlar að ferðast um Evrópu næsta sumar með Biophilia-tónleikana sína og hefur þegar boðað komu sína á fimm tónlistarhátíðir.
Í júní spilar hún á Spáni og í Portúgal og í júlí heiðrar hún pólska og rússneska aðdáendur sína með nærveru sinni. Björk hélt níu Biophilia-tónleika hér á landi í haust sem fengu mjög góðar viðtökur. Áður hafði hún frumflutt þetta margmiðlunarverk sitt á menningarhátíðinni í Manchester í júlí.
Björk bókar í Evrópu næsta sumar
