Mörg spurningamerki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. maí 2011 09:55 Gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til þriggja ára. Það eykur vissulega líkurnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt. Þó verður að setja býsna mörg spurningarmerki við ýmis atriði í kjarasamningunum og tengd þeim. Það fyrsta er launahækkanirnar sjálfar. Þær eru ríflegri en ráð var fyrir gert í upphafi. Fyrirtæki sem ekki njóta góðs af veiku gengi krónunnar í útflutningi geta mörg hver lent í vandræðum með að standa undir þessum hækkunum, til dæmis stór verzlunarfyrirtæki þar sem margir starfsmenn eru hlutfallslega lágt launaðir, en hinir tekjulægstu fá mestu hækkanirnar. Þessi fyrirtæki geta neyðzt til að hækka verð eða fækka fólki, nema hvort tveggja sé, og þá eru markmið samninganna um aukinn kaupmátt og atvinnusköpun farin fyrir lítið. Ýmsir fyrirvarar eru í samningunum, meðal annars um að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit sem hún hefur gefið í tengslum við samningana. Þar á meðal er að skapa sátt í sjávarútvegsmálum. Í því efni hræða sporin. Stjórnarflokkarnir ná ekki saman í málinu og sjávarútvegsráðherrann sýnist engan veginn valda því. Haldi vandræðagangurinn enn áfram næsta mánuðinn geta samningarnir verið í hættu. Hin gríðarlegu ríkisútgjöld sem ríkisstjórnin hefur samþykkt til að greiða fyrir kjarasamningum eru sömuleiðis áhyggjuefni. Hætta er á að dregið verði úr því stranga aðhaldi í ríkisfjármálunum sem er nauðsynlegt við núverandi aðstæður - og raunar um fyrirsjáanlega framtíð, ætli Ísland sér að komast út úr efnahagsþrengingunum. Ríkisstjórnin getur ekki skattlagt sig frá þeim halla sem búinn er til með þessum nýju útgjöldum. Þótt klisjunum um að skattleggja hátekjufólkið yrði fylgt eftir myndi það aðeins skila broti af því sem á vantar í ríkissjóð. Skattahækkanir yrðu líka að ná til millitekjuhópa og myndu eyðileggja þar með kaupmáttaraukninguna, eða þá til atvinnulífsins og kippa undan því fótunum á ný. Þetta þýðir að ríkisstjórnin á í raun þann eina kost að ráðast í frekari niðurskurð á öðrum sviðum - og það hefur í för með sér erfiðar pólitískar ákvarðanir, sem ástæða er til að horfast í augu við fyrr en seinna. Það er óskandi að hægt verði að komast framhjá hættunum við kjarasamningana og að þeir verði raunveruleg innspýting fyrir atvinnulífið. En til þess verða allir, ekki sízt stjórnmálamennirnir, að átta sig á ábyrgð sinni. Nú þarf harðan aga við hagstjórnina, þannig að hinn gamli vítahringur víxlhækkana launa og verðlags og dýrra félagsmálapakka endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til þriggja ára. Það eykur vissulega líkurnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt. Þó verður að setja býsna mörg spurningarmerki við ýmis atriði í kjarasamningunum og tengd þeim. Það fyrsta er launahækkanirnar sjálfar. Þær eru ríflegri en ráð var fyrir gert í upphafi. Fyrirtæki sem ekki njóta góðs af veiku gengi krónunnar í útflutningi geta mörg hver lent í vandræðum með að standa undir þessum hækkunum, til dæmis stór verzlunarfyrirtæki þar sem margir starfsmenn eru hlutfallslega lágt launaðir, en hinir tekjulægstu fá mestu hækkanirnar. Þessi fyrirtæki geta neyðzt til að hækka verð eða fækka fólki, nema hvort tveggja sé, og þá eru markmið samninganna um aukinn kaupmátt og atvinnusköpun farin fyrir lítið. Ýmsir fyrirvarar eru í samningunum, meðal annars um að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit sem hún hefur gefið í tengslum við samningana. Þar á meðal er að skapa sátt í sjávarútvegsmálum. Í því efni hræða sporin. Stjórnarflokkarnir ná ekki saman í málinu og sjávarútvegsráðherrann sýnist engan veginn valda því. Haldi vandræðagangurinn enn áfram næsta mánuðinn geta samningarnir verið í hættu. Hin gríðarlegu ríkisútgjöld sem ríkisstjórnin hefur samþykkt til að greiða fyrir kjarasamningum eru sömuleiðis áhyggjuefni. Hætta er á að dregið verði úr því stranga aðhaldi í ríkisfjármálunum sem er nauðsynlegt við núverandi aðstæður - og raunar um fyrirsjáanlega framtíð, ætli Ísland sér að komast út úr efnahagsþrengingunum. Ríkisstjórnin getur ekki skattlagt sig frá þeim halla sem búinn er til með þessum nýju útgjöldum. Þótt klisjunum um að skattleggja hátekjufólkið yrði fylgt eftir myndi það aðeins skila broti af því sem á vantar í ríkissjóð. Skattahækkanir yrðu líka að ná til millitekjuhópa og myndu eyðileggja þar með kaupmáttaraukninguna, eða þá til atvinnulífsins og kippa undan því fótunum á ný. Þetta þýðir að ríkisstjórnin á í raun þann eina kost að ráðast í frekari niðurskurð á öðrum sviðum - og það hefur í för með sér erfiðar pólitískar ákvarðanir, sem ástæða er til að horfast í augu við fyrr en seinna. Það er óskandi að hægt verði að komast framhjá hættunum við kjarasamningana og að þeir verði raunveruleg innspýting fyrir atvinnulífið. En til þess verða allir, ekki sízt stjórnmálamennirnir, að átta sig á ábyrgð sinni. Nú þarf harðan aga við hagstjórnina, þannig að hinn gamli vítahringur víxlhækkana launa og verðlags og dýrra félagsmálapakka endurtaki sig ekki.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun