Handbolti

Guðríður: Ég passa upp á að hann gleymi ekki stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðríður Guðjónsdóttir fagnar bikarmeistaratitlinum með Einari í vetur.
Guðríður Guðjónsdóttir fagnar bikarmeistaratitlinum með Einari í vetur. Mynd/Daníel
Guðríður Guðjónsdóttir, verður áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram en mun þó fá meiri ábyrgð næsta vetur þar sem að Einar verður uppteknari sem þjálfari beggja meistaraflokka Framara. Einar tók að sér bæði störfin í dag.

„Mér finnst þetta mjög spennandi og hann þarf núna bara að leyfa mér að gera aðeins meira. Þetta er hlutur sem hefur komið áður upp í þessu félagi varðandi Einar. Hann er ungur framtíðarþjálfari sem er rosalega metnaðarfullur. Fólk hefur ekki þorað að taka þetta stökk en nú var látinn slag standa og mér lýst vel á það," sagði Guðríður.

„Mér lýst líka mjög vel að fá Magnús aftur heims eins og ég kalla það. Hann ætlar líka að þjálfa yngri flokka karlamegin," sagði Guðríður en Magnús Jónsson mun gegn samskonar stöðu og hún en bara hjá karlaliðinu.

„Við ættum að geta orðið ágætis teymi en auðvitað verður þetta erfitt fyrir Einar. Það kemur samt ekki til greina að hann gleymi stelpunum og ég mun minna hann rækilega á það," sagði Guðríður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×