Innlent

Hinsegin dagar fá Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Á meðfylgjandi mynd er Jón Gnarr, borgarstjóri ásamt Þorvaldi Kristinssyni, forseta Hinsegin daga, Margréti Sverrisdóttur, formanni mannréttindaráðs og  fulltrúum Hinsegin daga.
Á meðfylgjandi mynd er Jón Gnarr, borgarstjóri ásamt Þorvaldi Kristinssyni, forseta Hinsegin daga, Margréti Sverrisdóttur, formanni mannréttindaráðs og fulltrúum Hinsegin daga.
Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti fulltrúum Hinsegin daga Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag 16. maí, sem er  mannréttindadagur Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu frá borginni segir að verðlaunin séu veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafi á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. „Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.“

Jón Gnarr sagði við afhendingu Mannréttindaverðlaunanna að samtökin væru vel að viðurkenningunni komin. Að sögn borgarstjóra eiga Hinsegin dagar stóran þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem orðið hafi gagnvart samkynhneigð á Íslandi og endurspeglaðist það meðal annars í endurbótum á lögum sem bæta líf samkynhneigðra.

Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, tók við Mannréttindaverðlaununum fyrir hönd samtakanna. Verðlaunin eru keramik listaverk eftir Einar Baldursson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×