Ólafur Vignir píanóleikari látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 22:32 Ólafur Vignir Albertsson. Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu: „Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“ Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“
Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira