„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2024 19:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Fangelsismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún.
Fangelsismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira