Íslenski boltinn

Eyjastúlkur rakleitt á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrir Val í dag.
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrir Val í dag. Mynd/Anton
Nýliðar ÍBV byrja glæsilega í Pepsi-deild kvenna en liðið lagði Þór/KA á Akureyri með fimm mörkum gegn engu.

Þórhildur Ólafsdóttir kom ÍBV yfir strax á þriðju mínútu leiksins og skoraði því fyrsta mark Íslandsmótsins í ár.

Þór/KA varð í öðru sæti deildarinnar í fyrra en ÍBV hefur styrkt sig mikið í vetur og ætlar greinilega að láta mikið til sín taka.

Hinir nýliðarnir í deildinni, Þróttur, náði einnig góðum úrslitum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik á útivelli.

Stjarnan vann Fylki, Valur lagði Grindavík naumlega og þá skildu Afturelding og KR jöfn.

Úrslit dagsins, fengin frá Fótbolta.net:

Þór/KA - ÍBV 0-5

0-1 Þórhildur Ólafsdóttir (3.)

0-2 Vesna Smiljkovic (21.)

0-3 Danka Podovac (41.)

0-4 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (47.)

0-5 Danka Podovac (58., víti)

Breiðablik - Þróttur 1-1

1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (39.)

1-1 Fanny Vago (72.)

Stjarnan - Fylkir 3-0

1-0 Kristin Edmonds (14.)

2-0 Ashley Bares (76.)

3-0 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (80.)

Afturelding - KR 0-0

Valur - Grindavík 1-0

1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×