Handbolti

Magnús Stefánsson til ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús er hér annar frá hægri ásamt Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV (lengst til hægri), Esteri og öðrum þjálfurum ÍBV.
Mynd/Eyjafréttir
Magnús er hér annar frá hægri ásamt Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV (lengst til hægri), Esteri og öðrum þjálfurum ÍBV. Mynd/Eyjafréttir
Magnús Stefánsson, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við 1. deildarlið ÍBV.

Magnús gerði samning til eins árs en þetta kom fram á vef Eyjafrétta í gær.

Unnusta Magnúsar, Ester Óskarsdóttir, lék með kvennaliði félagsins í vetur og hefur framlengt samning sinn við Eyjamenn.

Magnús Bragason, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem liðið reynir að fá Magnús í sínar raðir.

„Þetta var fjórða eða fimmta tilraun hjá okkur til að fá hann í ÍBV,“ sagði Magnús við Eyjafréttir.

ÍBV hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar í fyrra og tapaði fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð umspilskeppninnar um sæti í N1-deild karla.

Kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti N1-deildarinnar en liðið missti á dögunum Heiðu Ingólfsdóttur til Fylkis. Þá er Guðbjörg Guðmannsdóttir ólétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×