Mesta ógnin við börn á Íslandi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. maí 2011 23:00 Sagt er að staða barna sé góður mælikvarði á gæði og þroska samfélags, og má til sanns vegar færa. Meðal annars þess vegna ber að fagna því þegar teknar eru saman og birtar upplýsingar sem gefa mynd af stöðu barna. Þetta hefur Unicef á Íslandi gert í skýrslu sem birt var nú í vikunni. Skýrslan er ítarleg og byggð á niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið síðustu ár. Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstæða mynd af stöðu barna á Íslandi á mörgum sviðum og sömuleiðis helstu ógnum sem að þeim steðja. Að mati forsvarsmanna Unicef á Íslandi er kynferðisofbeldi helsta ógnin við velferð barna á Íslandi. Þegar skýrslan var kynnt á fimmtudag kölluðu samtökin eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, auk þess sem þau bentu á að þörf væri á heildstæðari rannsóknum á kynferðisofbeldi gegn börnum. Reynt hefur verið að varpa ljósi á umfang kynferðislegt ofbeldis gagnvart börnum í ýmsum rannsóknum. Þær sýna að allt að tuttugu prósent stúlkna og tíu prósent drengja verða fyrir slíku ofbeldi á barnsaldri og þótt farið sé í lægri mörkin er um meira en tíu prósent stúlkna og þrjú prósent drengja að ræða. Hér er því um verulegan fjölda barna að ræða. „Það er mikið unnið í grasrótinni og ýmsum félagasamtökum og það fólk á heiður skilinn,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, í frétt blaðsins í gær. Hann bendir hins vegar á að að þótt opinberir aðilar hafi gert ýmislegt gott í viðbrögðum sínum við kynferðisofbeldi gegn börnum skorti skýra forvarnarstefnu á sama hátt og til er skýr stefna um forvarnir gegn áfengisdrykkju og tóbaksnotkun, sem hefur skilað því að reykingar og áfengisdrykkja hafa dregist verulega saman síðustu ár. Til skamms tíma lá kynferðislegt ofbeldi í algeru þagnargildi. Um það var ekki rætt og á því sjaldnast tekið, jafnvel þótt einhverjir vissu af því. Það hefur komið í hlut ýmissa grasrótarsamtaka að velta við steinum og benda á að þetta ofbeldi var og er raunverulega til staðar í samfélaginu. Þessi samtök hafa unnið framúrskarandi brautryðjendastarf og framlag þeirra verður áfram mikilsvert í baráttunni gegn ofbeldinu. Hins vegar er hárrétt hjá Stefáni að brýnt er að yfirvöld móti sér markvissa stefnu í þessum efnum og áætlun um forvarnir gegn þeirri viðurstyggð sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er. Forvarnir og fræðsla á þessu sviði eiga fyrst og fremst að beinast að fullorðnum ábyrgðarmönnum barna; foreldrum, fjölskyldu, kennurum og öðrum þeim sem að uppeldinu koma. Það er á ábyrgð þessa fólks að verja barnið því enginn getur ætlast til að barn hafi tök á að verja sig sjálft gegn kynferðislegu ofbeldi, hvað þá þegar gerandinn er barninu nákominn og það treystir honum, eins og algengast er. Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum verður að vera markviss og ákveðin. Ábending Unicef um þessa brotalöm á annars að mjög mörgu leyti góðri stöðu barna á Íslandi á að vera stjórnvöldum hvatning til að taka enn frekari ábyrgð á málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun
Sagt er að staða barna sé góður mælikvarði á gæði og þroska samfélags, og má til sanns vegar færa. Meðal annars þess vegna ber að fagna því þegar teknar eru saman og birtar upplýsingar sem gefa mynd af stöðu barna. Þetta hefur Unicef á Íslandi gert í skýrslu sem birt var nú í vikunni. Skýrslan er ítarleg og byggð á niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið síðustu ár. Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstæða mynd af stöðu barna á Íslandi á mörgum sviðum og sömuleiðis helstu ógnum sem að þeim steðja. Að mati forsvarsmanna Unicef á Íslandi er kynferðisofbeldi helsta ógnin við velferð barna á Íslandi. Þegar skýrslan var kynnt á fimmtudag kölluðu samtökin eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, auk þess sem þau bentu á að þörf væri á heildstæðari rannsóknum á kynferðisofbeldi gegn börnum. Reynt hefur verið að varpa ljósi á umfang kynferðislegt ofbeldis gagnvart börnum í ýmsum rannsóknum. Þær sýna að allt að tuttugu prósent stúlkna og tíu prósent drengja verða fyrir slíku ofbeldi á barnsaldri og þótt farið sé í lægri mörkin er um meira en tíu prósent stúlkna og þrjú prósent drengja að ræða. Hér er því um verulegan fjölda barna að ræða. „Það er mikið unnið í grasrótinni og ýmsum félagasamtökum og það fólk á heiður skilinn,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, í frétt blaðsins í gær. Hann bendir hins vegar á að að þótt opinberir aðilar hafi gert ýmislegt gott í viðbrögðum sínum við kynferðisofbeldi gegn börnum skorti skýra forvarnarstefnu á sama hátt og til er skýr stefna um forvarnir gegn áfengisdrykkju og tóbaksnotkun, sem hefur skilað því að reykingar og áfengisdrykkja hafa dregist verulega saman síðustu ár. Til skamms tíma lá kynferðislegt ofbeldi í algeru þagnargildi. Um það var ekki rætt og á því sjaldnast tekið, jafnvel þótt einhverjir vissu af því. Það hefur komið í hlut ýmissa grasrótarsamtaka að velta við steinum og benda á að þetta ofbeldi var og er raunverulega til staðar í samfélaginu. Þessi samtök hafa unnið framúrskarandi brautryðjendastarf og framlag þeirra verður áfram mikilsvert í baráttunni gegn ofbeldinu. Hins vegar er hárrétt hjá Stefáni að brýnt er að yfirvöld móti sér markvissa stefnu í þessum efnum og áætlun um forvarnir gegn þeirri viðurstyggð sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er. Forvarnir og fræðsla á þessu sviði eiga fyrst og fremst að beinast að fullorðnum ábyrgðarmönnum barna; foreldrum, fjölskyldu, kennurum og öðrum þeim sem að uppeldinu koma. Það er á ábyrgð þessa fólks að verja barnið því enginn getur ætlast til að barn hafi tök á að verja sig sjálft gegn kynferðislegu ofbeldi, hvað þá þegar gerandinn er barninu nákominn og það treystir honum, eins og algengast er. Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum verður að vera markviss og ákveðin. Ábending Unicef um þessa brotalöm á annars að mjög mörgu leyti góðri stöðu barna á Íslandi á að vera stjórnvöldum hvatning til að taka enn frekari ábyrgð á málaflokknum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun