Innlent

Samfylkingin ræðir umbótatillögur

Frá fundinum í FG
Frá fundinum í FG Mynd/Sigurjón
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ávarpaði flokksstjórnarfund flokksins klukkan ellefu í morgun og fór þar yfir stöðu flokksins og helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.

Fyrir fundinum liggja tillögur frá framkvæmdastjórn flokksins sem farið hefur yfir skýrslu umbótanefndar samfylkingarinnar. Í þeirri skýrslu var staða flokksins eftir stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn metin og bent á ýmis mistök sem gerðu hefðu verið í því samstarfi.

Frumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða hafa verið til umræðu á flokksstjórnarfundinum sem haldinn er í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Skiptar skoðanir eru á frumvörpunum innan Samfylkingarinnar og hafa þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján L. Möller fyrrverandi samgönguráðherra, lýst því yfir að frumvörpin njóti ekki stuðnings þeirra óbreytt.

Forsætisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, að hún útilokaði ekki að breytingar yrðu gerðar á frumvörpunum, en þó yrði ekki hróflað mikið við banni á framsali veiðiheimilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×