Innlent

Flúor yfir hættumörkum í kindum frá tólf bæjum

Gissur Sigurðsson skrifar
Hvalfjörður. Mynd úr safni.
Hvalfjörður. Mynd úr safni.
Flúor hefur mælst yfir hættumörkum í kindum frá tólf bæjum við Hvalfjörð, sem fyrst og fremst má rekja til álversins á Grundartanga, þó aðrir þættir geti haft þar áhrif.

Þetta segir á heimasíðu kjósarhrepps þar sem vitnað er í umhverfisvöktunarskýrslu fyrir síðasta ár. Þar segir að marktæk aukning hafi orðið síðan álverið tók til starfa.

Flúor safnast upp í beinum grasbíta og hækkar því með aldri þeirra. Þannig mælist mun meiri flúor í fullorðnum kindum en í lömbum, frá bæjunum í Hvalfirði.

Í tilkynningu, sem umhverfisstofnun birti á heimasíðu sinni í gær segir að í ljósi upplýsinga um aukin styrk flúors í beinum grasbíta og og í ljósi sívaxandi álframleiðslu hér á landi, séu komin upp veigamikil rök fyrir því að ráðast í heildstæða úttekt á styrk flúors í beinum og tönnum stórar og langlífar grasbíta.

Þá hefur stofnunin boðað til fundar með félagi álframleiðenda þar sem málið verður á dagskrá, auk þess sem Umhverifsstofnun ætlar að taka málið upp við umhverfisráðherra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×