Innlent

Nokkrar heilbrigðistofnanir með sameiginleg sjúkraskrárkerfi

Velferðarráðherra vill opna sjúkraskrárkerfið þannig að læknar og apótek geti fylgst með misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Málið verður borið undir Persónuvernd.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir lækna eingöngu sjá þau lyf sem sjúklingur hefur fengið innan sinnar stofnunar eða á afmörkuðu svæði. Nýtt fyrirkomulag muni breyta því. Guðbjartur veit ekki hvenær breytingar á kerfinu verða gerðað en vonast til þess að hægt verði að koma á fót sameiginlegu sjúkraskrárkerfi sem fyrst.

Samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd er heimild til þess að koma á fót sameiginlegu sjúkraskrárkerfi í lögum um sjúkraskrár, en sumar heilbrigðistofnanir eru nú þegar með sameiginleg sjúkraskrárkerfi. Heimildin er þó því skilyrði háð að kerfið sé borið undir Persónuvernd, hún kanni öryggi upplýsinga og leggi blessun sína yfir fyrirkomulagið.

Þá verða stjórnvöld jafnframt að tryggja að bætt verði úr þeim þáttum sjúkraskrárkerfisins sem Persónuvernd gerir athugasemdir við. Slíka heimild hefur Persónuvernd einu sinni veitt þegar heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi tóku upp sameiginlegt kerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×