Lífið

Uppselt á Gusgus

Það fer ekki milli mála hvaða hljómsveit er efst í huga Íslendinga þessa dagana. Gusgus gaf út nýjustu plötu sína, Arabian Horse, í síðustu viku og er hún farin strax farin að hljóma í heyrnatólum og græjum út um allt land.

Þessi áhugi lýsir sér best í miðasölu á útgáfutónleika sveitarinnar, sem fara fram á Nasa 18. júní. Miðarnir fóru í sölu í gærmorgun og seldust upp á sólahring.

Meðlimir sveitarinnar vilja þó ekki skilja þá aðdáendur sína sem ekki náðu miða eftir með sárt ennið og herma nýjustu fréttir að verið sé að athuga með aukatónleika. Fylgist með á Lífinu á Vísi.


Tengdar fréttir

Gusgus undirbýr sprengju - eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ein ástsælasta hljómsveit landsins, Gusgus, gaf út nýja plötu í byrjun vikunnar. Platan, Arabian Horse, er strax farin að vekja mikla athygli og fá toppdóma hér heima og út um allan heim.

Söngvararnir stela senunni

Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×