Innlent

Í mánaðargæsluvarðhald vegna fíkniefnasmygls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gæsluvarðhaldi er framlengt um heilan mánuð. Mynd/ GVA.
Gæsluvarðhaldi er framlengt um heilan mánuð. Mynd/ GVA.
Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir, sem voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík um miðjan mánuðinn, eru grunaðir um aðild að innflutningi á tæplega 60 kílóum af fíkniefnum, sem lögreglan hefur haldlagt. Um er að ræða fíkniefni sem nefnist khat. Fjórmenningarnir, sem nú eru í haldi lögreglu, eru allir erlendir ríkisborgarar. Tveir þeirra eru um fertugt, einn um fimmtugt og sá fjórði er hálfsextugur.

 

Lögreglan segir að rannsókn málsins hafi gengið vel og útilokar ekki að dómur falli í málinu áður en framlengdur gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×