Innlent

Einboðið að Íbúðalánasjóður bjóði sömu lausnir og Landsbankinn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar
Formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, Helgi Hjörvar, telur einboðið að Íbúðalánasjóður bjóði viðskiptavinum sínum upp sambærilegar lausnir í skuldamálum og Landsbankinn kynnti í síðustu viku. Að öðrum kosti sé tilgangslaust fyrir ríkið að reka sjóðinn.

Landsbankinn kynnti í síðustu viku aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Bankinn ætlar meðal annars að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtafslátt og niðurfærslu skulda.

Landsbankinn er með þessu að ganga töluvert lengra en Íbúðalánsjóður en fram hefur komið að breyta þarf lögum sjóðsins til að heimila slíkar aðgerðir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur ennfremur sagt í fjölmiðlum að fjárhagslega staða sjóðsins sé slík að óvíst sé hvort hann geti boðið sínum viðskiptavinum upp svipaðar aðgerðir.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur hins vegar kallað eftir svipuðum úrræðum frá sjóðnum.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í morgun og vill að lögum sjóðsins verði breytt til að heimila þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×