Innlent

Ástæða til þess að hafa áhyggjur af tóbakssölu

Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði.
Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði.
Bannað verður að selja tóbak annars staðar en í apótekum nái þingsályktunarályktun níu þingmanna, sem lögð var fram á Alþingi í dag, fram að ganga. Samkvæmt tillögunni verða reykingar á almannafæri bannaðar.

Þingsályktunartillögunni var dreift á Alþingi í dag en þar er stefnt að því að Ísland verði meðal fyrstu landa til að taka tóbak algjörlega úr almennri sölu. Þingmennirnir vilja ganga svo langt að banna algjörlega reykingar á almannafæri. Reykingar undir stýri verði bannaðar, á svölum fjölbýlishúsa og í návist þungaðra kvenna. Þá er lagt fram að verð á tóbaki hækki um 10% á ári þar til tóbak verði tekið úr almennri sölu og aðeins selt til tóbaksfíkla í apótekjum á kostnaðarverði.

Rík ástæða virðist vera til þess að hafa áhyggjur af sölu tóbaks. Í Hafnarfirði hefur Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi, staðið að árlegri könnun á aðgengi unglinga að tóbaki. Nú liggja niðurstöður þessa árs fyrir og af 20 stöðum seldu fjórir börnum undir aldri tóbak. Vonbrigði, segir Geir. „Það kom okkur á óvart og olli okkur vonbrigðum. Það er búið að vera lækka og síðast voru bara tveir staðir af 21 sem seldu.“

Geir telur að með nýja frumvarpinu verði kannski ekki þörf á könnunum eins og þessum. „Ég held það. Sama með ríkið. Við verðum ekki mikið vör við að mikið af ungum krökkum kaupi áfengi þar. Þannig að ég tek undir þessa tillögu, “ segir Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×