Innlent

Hroðalegt að tapa ungu fólki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson ræddi við fulltrúa Landlæknis og Barnaverndastofu í dag. Mynd/ GVA.
Guðbjartur Hannesson ræddi við fulltrúa Landlæknis og Barnaverndastofu í dag. Mynd/ GVA.
„Það þurfa allir að standa vaktina svo við séum ekki að tapa ungu fólki - sem er náttúrlega bara hroðalegt," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Guðbjartur fundaði í dag með Geir Gunnlaugssyni landlækni og Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndastofu, vegna þeirrar umræðu sem hefur staðið yfir að undanförnu um ungmenni og misnotkunar á læknadópi.  

Guðbjartur segir mikilvægt að allir taki þátt í að verjast þeim vágesti sem lyfjamisnotkun er. Hvort sem um ræði, kennara, foreldra eða aðra sem eiga samskipti við börn.  „Og foreldrar verða að kíkja í lyfjaskápana og sjá hvort það eru einhverjir afgangar eða sjá hvort það er verið að taka af einhverjum lyfjum," segir Guðbjartur.

Guðbjartur segir að sá lyfjagrunnur sem starfræktur sé hér á landi bjóði upp á það einn læknir geti fylgst með því hvað aðrir læknar hafi vísað á sjúklinga. Þetta sé hins vegar háð leyfi Persónuverndar. Rætt verði við fulltrúa þeirra á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×