Innlent

Guðbjartur fundar með landlækni um læknadóp

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun hitta Geir Gunnlaugsson landlækni á fundi í dag til þess að ræða lyfjaávísanir lækna til sprautufíkla en málefnið hefur verið mikið í kastljósinu síðustu daga. Kristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar ljáði máls á því á þingi í dag og spurði ráðherrann hvað til stæði að gera til þess að bregðast við vandamálinu.

Guðbjartur sagðist þeirrar skoðunar að lyfjagagnagrunninn sem sé fyrir hendi í landinu þyrfti að nýta betur til þess að stoppa upp í þau göt sem augljóslega væru á kerfinu. Hann sagði nauðsynlegt að opna grunninn þannig að læknar geti fylgst með því hvort lyfjum hafi verið ávísað af mörgum læknum til sama sjúklingsins. Þá sagðist hann ætla að funda með Landlækni um málið í dag.

Guðbjartur tók fram að þessi blettur á þjóðinni yrði ekki afmáður af stofnunum heldur þurfi öll þjóðin að koma saman til þess að vinna gegn þessum ósóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×