Innlent

Almannavarnastigi aflétt

MYND/Egill
Almannavarnastigi hefur verið aflétt í ljósi þess að eldgosinu í Grímsvötnum er nú lokið. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í dag í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og á Hvolsvelli.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að framundan sé mikil vinna við hreinsun og uppbyggingu á svæðinu, sem verst varð úti í öskufallinu. Miðstöð þeirrar vinnu verður í þjónustumiðstöð almannavarna segir ennfremur.

„Þjónustumiðstöðin í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri verður opin frá klukkan 10:00 - 13:00. Meginverkefni hennar er að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum, sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi," segir ennfremur um leið og fólki er bent á að hafa samband við fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í síma 847 5715 og með tölvupósti í netfangið adstod.klaustur@gmail.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×