Innlent

Ríkið semur við SFR

Skrifað var undir nýjan kjarasamning rétt fyrir klukkan eitt í nótt á milli ríkisins og SFR. Samningurinn er á svipuðum nótum og sá sem gerður var á almennum markaði fyrr í sumar og gildir hann frá 1. maí og fram í mars 2014, að því er fram kemur á heimasíðu SFR. Samningurinn gerir ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur á yfirstandandi ári. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×