Innlent

Strandveiðibátar ná ekki upp í kvóta

Ljóst er að strandveiðibátar á svæðinu frá Ströndum að Greinivík við Eyjafjörð munu hvergi nærri ná að veiða maí kvótann því hátt í hundarð tonn eru eftir af kvótanum. Afgangurinn flyst þá yfir á júníkvótann. Fá tonn eru eftir á svæðinu frá Grenivík til Hafnar í Hornafirði og veiðast þau væntanlega í dag.

Mun betur gekk á suðursvæðinu, þar sem kvótinn er lögnu veiddur og hann kláraðist á aðeins fimm veiðidögum á Vestursvæðinu. Hátt í 500 strandveiðibátar hafa landað afla það sem af er sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×