Góð opnun í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2011 09:50 Lax Þreyttur við Breiðuna norðanmeginn Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Þótt opnunin hafi ekki verið jafn stór og í fyrra eru menn ánægðir enda skilyrðin til veiða erfið. Kalt og vindasamt. Þeir sem eiga næstu holl í Blöndu geta farið að hlakka til því það eru hlýindi í kortunum.Páll Magnússon sleppir 2 ára laxi í BlönduAnnars er gaman að segja frá því að það eru laus veiðileyfi í Blöndu á besta tíma á svæði II fyrir lítinn pening. Þarna fer gífurlega mikið af laxi í gegn uppá svæði III og IV ásamt Svartá, en ástundun hefur verið léleg undanfarin ár. Þarna má veiða á allt agn og verðið fyrir daginn á besta tíma ekki nema 22.800. Það er ekki hægt að kvarta yfir ódýrum laxveiðileyfum í dag. Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði
Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Þótt opnunin hafi ekki verið jafn stór og í fyrra eru menn ánægðir enda skilyrðin til veiða erfið. Kalt og vindasamt. Þeir sem eiga næstu holl í Blöndu geta farið að hlakka til því það eru hlýindi í kortunum.Páll Magnússon sleppir 2 ára laxi í BlönduAnnars er gaman að segja frá því að það eru laus veiðileyfi í Blöndu á besta tíma á svæði II fyrir lítinn pening. Þarna fer gífurlega mikið af laxi í gegn uppá svæði III og IV ásamt Svartá, en ástundun hefur verið léleg undanfarin ár. Þarna má veiða á allt agn og verðið fyrir daginn á besta tíma ekki nema 22.800. Það er ekki hægt að kvarta yfir ódýrum laxveiðileyfum í dag.
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Byssusýning 2012 á Stokkseyri Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði