U-18 og U-16 landslið karla í körfubolta unnu til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í dag.
Eldri strákarnir töpuðu fyrir Svíum í úrslitaleiknum, 93-65, en heimamenn voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum eins og úrslitin bera með sér. Matthías Sigurðarson skoraði 20 stig fyrir Ísland og var valinn maður leiksins.
U-16 liðið tapaði fyrir Finnlandi, 84-67. Jafnræði var með liðunum í hálfleik en Finnar voru þó tíu stigum yfir þegar sá síðari hófst, 46-36. Þeir finnsku unnu svo á endanum öruggan sigur.
Maciej Baginski var stigahæstur hjá Íslandi með 23 stig og var hann valinn maður leiksins.
Körfubolti