Hítará áfram hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2011 14:42 Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal. Á myndinni sjást þeir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR og Ólafur Sigvaldason á Brúarhrauni, formaður Veiðifélags Hítarár, takast í hendur að undirritun lokinni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði
Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal. Á myndinni sjást þeir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR og Ólafur Sigvaldason á Brúarhrauni, formaður Veiðifélags Hítarár, takast í hendur að undirritun lokinni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði