Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2011 14:23 Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi. Leiðni, sem er mælikvarði á efnamagn í vatni, vatnsfalla mældist á bilinu 102 – 271 µS/cm og sýrustigið var á bilinu 7,5 – 8,5. Hæsta leiðnin mældist í Brúará í Fljótshverfi en lægst í Geirlandsá. Almennt voru árnar með mun hærri leiðni en við venjulegar aðstæður, sem er vegna uppleystra efna í öskuframburðinum. Sýrustig vatnsfallanna var hinsvegar eðlilegt og virðist ljóst að öskuframburðurinn hefur ekki breytt sýrustigi árvatnsins að neinu marki. Til þess að skoða ástand seiða, var rafveitt þar sem ástandið var hvað verst, í Laxá í Fljótshverfi. Þar var mikil útskolun ösku, áin hafði vaxið og var kolmórauð en virtist þó í rénun. Veitt var á malarbroti rétt neðan þjóðvegar, þar sem búsvæði ættu að henta vel fyrir laxfiskaseiði. Þar fundust 12,5 urriðaseiði/100m² og 1,9 bleikjuseiði/100m². Seiðin voru yfirleitt vel haldin, voru með fæðu í maga og virtust heilbrigð. Heildarþéttleiki seiða var ekki ósvipaður því sem áður hefur fundist í Laxá (2,5 – 12,7 seiði/100m²). Frétt fengin af vef Veiðimálastofnunar, sjá nánar hér Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Veiði Nokkrar kenningar um af hverju laxinn tekur fluguna Veiði
Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi. Leiðni, sem er mælikvarði á efnamagn í vatni, vatnsfalla mældist á bilinu 102 – 271 µS/cm og sýrustigið var á bilinu 7,5 – 8,5. Hæsta leiðnin mældist í Brúará í Fljótshverfi en lægst í Geirlandsá. Almennt voru árnar með mun hærri leiðni en við venjulegar aðstæður, sem er vegna uppleystra efna í öskuframburðinum. Sýrustig vatnsfallanna var hinsvegar eðlilegt og virðist ljóst að öskuframburðurinn hefur ekki breytt sýrustigi árvatnsins að neinu marki. Til þess að skoða ástand seiða, var rafveitt þar sem ástandið var hvað verst, í Laxá í Fljótshverfi. Þar var mikil útskolun ösku, áin hafði vaxið og var kolmórauð en virtist þó í rénun. Veitt var á malarbroti rétt neðan þjóðvegar, þar sem búsvæði ættu að henta vel fyrir laxfiskaseiði. Þar fundust 12,5 urriðaseiði/100m² og 1,9 bleikjuseiði/100m². Seiðin voru yfirleitt vel haldin, voru með fæðu í maga og virtust heilbrigð. Heildarþéttleiki seiða var ekki ósvipaður því sem áður hefur fundist í Laxá (2,5 – 12,7 seiði/100m²). Frétt fengin af vef Veiðimálastofnunar, sjá nánar hér
Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Veiði Nokkrar kenningar um af hverju laxinn tekur fluguna Veiði