Innlent

Vilja hverfa frá 15-metra reglunni

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli. Þetta kom fram í bókun flokksins í umhverfis- og samgönguráði í gær þar sem lagt var til að hætt sé við að innleiða regluna.

Í bókuninni segir meðal annars:

„Hugmyndafræðin á bak við regluna er skiljanleg og jákvætt er að leitað skuli leiða til að sorphirða standi undir sér á sanngjarnan hátt. Sanngjarnt er að þeir sem valda auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra, hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka þann auka kostnað, eða greiða fyrir hann. Slíkar leiðir eru sanngjarn kostur í staðinn fyrir að sé sett flöt gjaldheimta á alla borgarbúa."

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja að ef fara eigi í slíkar aðgerðir sé nauðsynlegt að gætt sé að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa.

Þá vilja borgarfulltrúar meina að öll útfærsla þessa verkefnis hafi verið bagaleg, illa kynnt og illa útfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×