Innlent

Kvennahlaupið haldið í 22. sinn

Einkennisbolir Kvennahlaupsins voru appelsínugulir í fyrra, en eru bláir í ár
Einkennisbolir Kvennahlaupsins voru appelsínugulir í fyrra, en eru bláir í ár
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tuttugasta og annað sinn, laugardaginn 4. júní.

Í ár er kvennahlaupið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf og slagorð hlaupsins er "Hreyfing allt lífið".

Líf styrktarfélag vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Þetta er málefni sem snertir allar konur og fjölskyldur þeirra og er við hæfi að nota styrk kvennahlaupsins til að beina kastljósinu að þessu mikilvæga málefni.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15.000 þúsund konur taka þátt á um 85 stöðum hérlendis og á 14 stöðum erlendis. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14, þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa. Einnig er hlaupið í Mosfellsbæ og á Akureyri klukkan 11.

Nánari upplýsingar um hlaupastaði má finna á www.sjova.is eða á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×