Innlent

Lá við strandi við Straumsvík

Stór seglskúta, með þremur íslendingum um borð, átti ekki nema um það bil tuttugu metra ófarna upp í grýtta fjöruna í grennd við Straumsvík í gærkvöldi, þegar skipverjum tókst að koma vél hennar aftur í gang og beina henni frá landi. Hana hafði þá rekið hratt að landi eftir að vélin bilaði, seglabúnaður var ekki um borð, og ankerið náði ekki botnfestu.

Þegar þarna var komið sögu  voru björgunarbátar frá Hafnarfirði á leið til móts við skútuna og þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var á æfingaflugi, flaug á vettvang. Björgunarbátarnir fylgdu skútunni til Hafnarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×