Rory McIlroy sigraði með fáheyrðum yfirburðum á US Open Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. júní 2011 23:32 Rory McIlroy sigraði með ótrúlegum yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16.Lokastaðan: Gamla metið var í eigu Tiger Woods sem lék samtals á -12 árið 2000 á Pebble Beach. Yfirburðir McIlroy voru gríðarlegir á Congressional vellinum og virtist sem að hinn ungi Norður-Íri væri að leika sér í tölvuleik en hann gerði nánast engin mistök alla fjóra keppnisdagana. Jason Day frá Ástralíu lék vel á lokahringnum og endaði hann í öðru sæti á -8. Day lék 45 holur í röð á mótinu án þess að fá skolla. Y.E Yang frá Suður-Kóreu náði sér ekki á strik á lokadeginum en hann mátti sætta sig við að enda í 3. sæti á -6 ásamt fleiri kylfingum eftir að hafa gert ótal mistök á lokaholunum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu kemur frá Norður-Írlandi en Graeme McDowell sigraði í fyrra. McDowell blandaði sér aldrei í baráttuna en hann lék samtals á -2 og endaði í 14.-19. sæti. Hinn 22 ára gamli McIlroy er yngsti sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu frá því að Bobby Jones sigraði á mótinu árið 1923. Þetta er aðeins fjórði sigur hans á atvinnumóti á ferlinum. Hann hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og einu sinni á bandarísku PGA mótaröðinni. Að sjálfsögðu er þetta besti árangur hans á stórmóti. Hann varð 15. á Mastersmótinu á þessu ári eftir að hafa verið efstur í 63 holur af alls 72. Í fyrra endaði hann í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu og hann hefur tvívegis endað í þriðja sæti á PGA meistaramótinu. McIlroy er yngsti evrópski kylfingurinn sem sigrar á stórmóti frá því að Tom Morris Jr. sigraði á opna breska meistaramótinu fyrir um 140 árum. Stórmótin fjögur sem fram fara í atvinnugolfinu árlega eru: Mastersmótið á Augusta, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. McIlroy setti mótsmet með lægsta skori frá upphafi á opna bandaríska eftir 36 holur og 54 holur. Besta skor á þessu móti var -12 en það setti Tiger Woods árið 2000 á Pebble Beach. Phil Mickelson náði sér aldrei á strik á þessu stórmóti sem hann hefur enn ekki náð að vinna. Mickelson endaði um miðjan hóp á samtals +7. Luke Donald, efsti kylfingur heimslistans, náði ekki að brjóta ísinn og vinna stórmót í fyrsta sinn. Donald lék vel á lokahringnum eða 69 höggum, en samtals var hann á +4 í kringum 40. sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti heimslistans var langt frá sínu besta og lék samtals á +3. Greg Norman, eða „Hvíti hákarlinn" sagði í sjónvarpsviðtali að golfveröldin hafi misst einn af mestu snillingum golfsögunnar, Seve Ballesteros, sem lést nýverið eftir erfið veikindi. Norman bætti því við að nýr „snillingur" væri komin á sjónarsviðið. Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi. Golf Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16.Lokastaðan: Gamla metið var í eigu Tiger Woods sem lék samtals á -12 árið 2000 á Pebble Beach. Yfirburðir McIlroy voru gríðarlegir á Congressional vellinum og virtist sem að hinn ungi Norður-Íri væri að leika sér í tölvuleik en hann gerði nánast engin mistök alla fjóra keppnisdagana. Jason Day frá Ástralíu lék vel á lokahringnum og endaði hann í öðru sæti á -8. Day lék 45 holur í röð á mótinu án þess að fá skolla. Y.E Yang frá Suður-Kóreu náði sér ekki á strik á lokadeginum en hann mátti sætta sig við að enda í 3. sæti á -6 ásamt fleiri kylfingum eftir að hafa gert ótal mistök á lokaholunum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu kemur frá Norður-Írlandi en Graeme McDowell sigraði í fyrra. McDowell blandaði sér aldrei í baráttuna en hann lék samtals á -2 og endaði í 14.-19. sæti. Hinn 22 ára gamli McIlroy er yngsti sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu frá því að Bobby Jones sigraði á mótinu árið 1923. Þetta er aðeins fjórði sigur hans á atvinnumóti á ferlinum. Hann hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og einu sinni á bandarísku PGA mótaröðinni. Að sjálfsögðu er þetta besti árangur hans á stórmóti. Hann varð 15. á Mastersmótinu á þessu ári eftir að hafa verið efstur í 63 holur af alls 72. Í fyrra endaði hann í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu og hann hefur tvívegis endað í þriðja sæti á PGA meistaramótinu. McIlroy er yngsti evrópski kylfingurinn sem sigrar á stórmóti frá því að Tom Morris Jr. sigraði á opna breska meistaramótinu fyrir um 140 árum. Stórmótin fjögur sem fram fara í atvinnugolfinu árlega eru: Mastersmótið á Augusta, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. McIlroy setti mótsmet með lægsta skori frá upphafi á opna bandaríska eftir 36 holur og 54 holur. Besta skor á þessu móti var -12 en það setti Tiger Woods árið 2000 á Pebble Beach. Phil Mickelson náði sér aldrei á strik á þessu stórmóti sem hann hefur enn ekki náð að vinna. Mickelson endaði um miðjan hóp á samtals +7. Luke Donald, efsti kylfingur heimslistans, náði ekki að brjóta ísinn og vinna stórmót í fyrsta sinn. Donald lék vel á lokahringnum eða 69 höggum, en samtals var hann á +4 í kringum 40. sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti heimslistans var langt frá sínu besta og lék samtals á +3. Greg Norman, eða „Hvíti hákarlinn" sagði í sjónvarpsviðtali að golfveröldin hafi misst einn af mestu snillingum golfsögunnar, Seve Ballesteros, sem lést nýverið eftir erfið veikindi. Norman bætti því við að nýr „snillingur" væri komin á sjónarsviðið. Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi.
Golf Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira