Tónlist

Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus

Högni kemur fram með GusGus á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Vísir.is.
Högni kemur fram með GusGus á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Vísir.is. Mynd/Stefán Karlsson
„Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21.

Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga."

Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld

Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.